„Hún breytti lífi mínu“

Rappkonan Cardi B elskar bæði barnið sitt og tónlistina.
Rappkonan Cardi B elskar bæði barnið sitt og tónlistina. mbl.is/AFP

Dóttir rappstjörnunnar Cardi B og eiginmanns hennar, Offset, varð eins árs í vikunni. Cardi B hélt upp á áfangann eins og henni er lagið og gaf út lítið afmælislag sem hún birti á Instagram ásamt ótalmörgum barnamyndum af Kulture. 

Í textanum rappar Cardi B til ófæddrar dóttur sinnar. Fjallar hún meðal annars um að fólk væri að skipta sér af hennar einkalífi. Hún rappar einnig í laginu um að hafa vonast til þess að geta átt þennan tíma ein. Hún segist hafa falið hana undir fötunum sínum en hún virtist stækka með hverjum deginum. 

Cardi B reyndi vissulega að halda óléttunni leyndri og vildi ekki birta myndir af dóttur sinni á Instagram fyrstu vikurnar. Nú er hún hins vegar ótrúlega dugleg að sýna frá lífi dóttur sinnar. Þakkaði hún aðdáendum sínum meðal annars fyrir að óska sér til hamingju með afmæli dóttur sinnar. „Ég elska barnið mitt, hún breytti lífi mínu,“ skrifaði hún að lokum við myndbandið með barnamyndunum. 

Segja má að Cardi B hafi haldið upp á afmælissólarhring dóttur sinnar þar sem á miðnætti var hún tilbúin með blöðrur og kökur eins og sjá má hér að neðan. 

View this post on Instagram

Thank you everybody for wishing my sweet baby a Happy Birthday.I made this song one day before I turned in my album and Eve gave me the green light for the beat I was so grateful! She a real one !It didn’t make it on time tho cause as you can hear I was maaa stuffy with a terrible cold.I couldn’t get it right no matter how many times I spit it 😩Even when we try to mix it u still sound stuffy . I love my baby she changed my life.

A post shared by MOSTHATEDCARDI (@iamcardib) on Jul 10, 2019 at 4:52pm PDTView this post on Instagram

Alittle quick 12 o clock turn up 😩😩😩my baaaaaaaaaaaybeeeeeeeeeeeeeeeee.....Ok goodbye.

A post shared by MOSTHATEDCARDI (@iamcardib) on Jul 9, 2019 at 9:26pm PDT

mbl.is