Georg í uppáhaldi hjá drottningunni

Karl Bretaprins, Elísabet drottning, Georg prins og Vilhjálmur prins. Fjórar …
Karl Bretaprins, Elísabet drottning, Georg prins og Vilhjálmur prins. Fjórar kynslóðir kóngafólks. AFP

Georg prins er uppáhaldslangömmubarn Elísabetar Englandsdrottningar ef marka má heimildir Daily Mail. Prinsinn er þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, á eftir afa sínum og pabba. 

Drottningin leggur sig í líma við að eyða tíma með langömmustráknum sínum og í hvert skipti sem hann gistir í höllinni er Elísabet búin að velja litlar gjafir sem hún setur við rúm hans þegar hann vaknar. 

Hún hefur samt eflaust valið stóra gjöf fyrir daginn í dag, en Georg litli er 6 ára í dag. Hann fagnar deginum á eyjunni Mustique í Karíbahafi ásamt fjölskyldu sinni. 

Georg prins er eftirlætislangömmubarn drottningarinnar.
Georg prins er eftirlætislangömmubarn drottningarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert