Stormi syngur fyrir Jenner á Ítalíu

Kylie Jenner varð 22 ára um helgina. Hún dvaldi með …
Kylie Jenner varð 22 ára um helgina. Hún dvaldi með fjölskyldunni á Ítalíu í tilefni afmælisins.

Viðskiptamógúllinn Kylie Jenner fagnaði 22 ára afmæli sínu um helgina á Ítalíu. Söngvarinn Travis Scott, sem er unnusti Jenner, fyllti heimilið þeirra af rauðum rósum rétt fyrir afmælið.  Jenner og Scott eiga dótturina Stormi saman. 

Í tilefni afmælisins kom á markaðinn ný afmælislína undir vörumerki hennar Kylie Cosmetics. Línuna auglýsti Jenner í fjaðrakjól með fallega skartgripi. Jenner reynir ekki að hylja auðæfi sín eða stórbrotið líferni, svo síður sé, enda er hún mjög stolt af því viðskiptaveldi sem hún hefur náð að byggja upp á skömmum tíma. 

View this post on Instagram

22 💕🎂 Are you guys ready for the #BirthdayCollection... 1.5 hours to go! 9am pst KylieCosmetics.com #HappyBirthday

A post shared by Kylie Cosmetics (@kyliecosmetics) on Aug 10, 2019 at 7:41am PDT

Rúsínan í pylsuendanum var án efa ferðalag fjölskyldunnar til Ítalíu í tilefni afmælisins þar sem fjölskyldan leigði lúxussnekkju sem skreytt var m.a. með blómsveigum sem mynduðu aldur Jenner.

Stormi söng dásamlegan afmælissöng fyrir móður sína. Jenner leyfði að sjálfsögðu fylgjendum sínum að fylgjast með ferðalaginu og söng dótturinnar. Viðbrögðin létu ekki standa á sér enda barnið orðið löngu frægt eins og foreldrar þess. 

View this post on Instagram

My babyyyy😍😍😍💗💗💗

A post shared by Kylie ✨ (@kyliejenner) on Aug 10, 2019 at 2:09pm PDT

mbl.is