Á von á fyrsta barninu eftir 9 ára hjónaband

Ashley Graham faldi kúluna í munstruðum kjól í júní.
Ashley Graham faldi kúluna í munstruðum kjól í júní. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Ashley Graham greindi frá því í dag, miðvikudag, að hún ætti von á sínu fyrsta barni. Óléttutilkynningin kom á níu ára brúðkaupsafmæli hennar og eiginmanns hennar, Justin Ervin. 

„Í dag erum við svo hamingjusöm, þakklát og spennt að fagna okkar stækkandi fjölskyldu,“ skrifaði Graham meðal annars við myndband á Instagram þar sem eiginmaður hennar nuddar stækkandi maga hennar. Ervin birti einnig mynd af þeim saman með sónarmynd. 

Graham er ein vinsælasta og frægasta fyrirsæta í heiminum í dag en hún er fremst í flokki fyrirsæta sem oft eru sagðar vera í yfirstærð. 

mbl.is