Á von á fyrsta barninu eftir 9 ára hjónaband

Ashley Graham faldi kúluna í munstruðum kjól í júní.
Ashley Graham faldi kúluna í munstruðum kjól í júní. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Ashley Graham greindi frá því í dag, miðvikudag, að hún ætti von á sínu fyrsta barni. Óléttutilkynningin kom á níu ára brúðkaupsafmæli hennar og eiginmanns hennar, Justin Ervin. 

„Í dag erum við svo hamingjusöm, þakklát og spennt að fagna okkar stækkandi fjölskyldu,“ skrifaði Graham meðal annars við myndband á Instagram þar sem eiginmaður hennar nuddar stækkandi maga hennar. Ervin birti einnig mynd af þeim saman með sónarmynd. 

Graham er ein vinsælasta og frægasta fyrirsæta í heiminum í dag en hún er fremst í flokki fyrirsæta sem oft eru sagðar vera í yfirstærð. 

View this post on Instagram

Nine years ago today, I married the love of my life. It has been the best journey with my favorite person in the world! Today, we are feeling so blessed, grateful and excited to celebrate with our GROWING FAMILY! Happy anniversary, @mrjustinervin ❤️ Life is about to get even better. 😘

A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) on Aug 14, 2019 at 6:29am PDTView this post on Instagram

To my forever love and my daily inspiration. Happy anniversary @ashleygraham These 9 years have played out like a lifetime. I guess it’s because my life really started once you came into it. Now that we’ve made a life together, let’s make a life together. I love you and I love us. All of us...

A post shared by Justin Ervin (@mrjustinervin) on Aug 14, 2019 at 6:33am PDTmbl.is