Segir Archie vera alveg eins og Harry

Ellen DeGeneres hitti Archie litla í sumar.
Ellen DeGeneres hitti Archie litla í sumar. Samsett mynd

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres heimsótti Harry, Meghan og ungan son þeirra Archie í sumar þegar hún fór til Bretlands. Hún sagði frá skemmtilegri heimsókn sinni í auglýsingu fyrir nýjan spjallþátt sinn. 

„Ég gaf Archie, ég hélt á Archie,“ sagði DeGeneres um heimsókn sína og gat ekki falið aðdáun sína á fjölskyldunni. 

DeGeneres var ekki með mynd af Archie litla en teiknaði mynd af honum og sagði hann líta alveg eins út og Harry. „Hann lítur út eins og Harry og hann var með meira hár en ég var með á þessum tíma.“

DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi fóru þó ekki bara til London til þess að knúsa Archie. Þær voru á fundi vegna góðgerðarstarfsemi sinnar í þágu dýra og ætla að reyna að vinna með Harry og Meghan. mbl.is