Segir móðurhlutverkið og kynþokka fara saman

Kylie Jenner og Travis Scott.
Kylie Jenner og Travis Scott. mbl.is/AFP

Viðskiptakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner segir að móðurhlutverkið og kynþokki geti vel farið saman. 

Jenner og kærasti hennar Travis, voru í viðtali hjá klámtímaritinu Playboy nýlega. Í viðtalinu ræðir parið opinskátt um kynlíf sitt og foreldrahlutverkið. 

Scott sagði að margir segðu að barneignir hefðu slæm áhrif á kynlíf para, en að honum liði eins það væri ekki þannig hjá þeim. Jenner sagðist sammála honum og að barneignir hefðu eiginlega haft öfug áhrif á þau. 

Jenner og Scott eiga saman dótturina Stormi sem verður 2 ára í febrúar næstkomandi. 

Scott sagði einnig að honum fyndist að Jenner hefði fagnað kynþokka sínum án þess að það hefði haft áhrif á hana sem móður. „Mér finnst þú minna mig á að móðurhlutverk og kynþokki geta verið til á sama tíma og jafnvel þó að þú fagnir kynþokka þínum þá þarf það ekki að þýða að þú fáir samviskubit eða sért verri móðir. Maður getur verið kynþokkafullur og góð móðir,“ sagði Jenner. 

View this post on Instagram

☁️✨🕊

A post shared by Kylie ✨ (@kyliejenner) on Sep 13, 2019 at 11:02am PDT

View this post on Instagram

Me by @travisscott for @playboy. ♥️♥️ See the full story on playboy.com. Photography by @sashasamsonova

A post shared by Kylie ✨ (@kyliejenner) on Sep 13, 2019 at 8:31am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka