Matreiðslubók sem börnin munu elska

Flestir matgæðingar eiga sínar bestu stundir í eldhúsinu þegar öll fjölskyldan sameinast í því að búa til góðan mat. Þegar foreldrar elda með börnunum sínum er auðvelt að eiga gæðastundir þar sem erfitt er að vera í símum eða tölvum með kámuga putta. En það eru ekki allar bækur klæðskerasniðnar fyrir börn og fullorðna en það er hinsvegar bókin Bragð er að! sem fæst í IKEA. 

Hún er 104 blaðsíður af spennandi uppskriftum og fróðleik fyrir börn á öllum aldri. Það getur verið ævintýri að elda súpu og ennþá meiri gleði að baka saman pönnukökur. Ein af grunnþörfum mannsins er að næra sig og því ekki úr vegi að kenna börnunum sínum að elda. 

Setjið á ykkur svunturnar, gefið börnunum lausan tauminn í eldhúsinu (í félagsskap ykkar) og leyfið gleðinni að krauma.

Pappírinn í bókinni er upprunninn úr sjálfbærri skógrækt og hún er prentuð með grænmetisbleki. Allt til að gefa mikinn innblástur með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert