Að leigja stól er umhverfisvænt

Öryggi barnsins í bíl skiptir miklu máli.
Öryggi barnsins í bíl skiptir miklu máli.

Það færist í vöxt að foreldrar kjósi að leigja barnabílstóla í stað þess að fjárfesta í þeim. Ægir Birgisson hjá Barnabílstólum segir að hvert barn fari á uppvexti sínum í gegnum þrjá barnabílstóla og þessi kaup geti verið kostnaðarsöm. 

„Að fjárfesta í vönduðum barnabílstól geta verið töluverð fjárútlát fyrir foreldra og því hentugt fyrir suma að greiða tiltölulega lága fjárhæð mánaðarlega. Að meðaltali þarf hvert barn þrjá bílstóla í uppvexti sínum og því geta stólakaup verið ansi kostnaðarsöm. Í mörgum tilvikum eru fleiri en einn stóll í umferð fyrir barnið þar sem ömmur og afar og aðrir sem aðstoða foreldra með auka stól í sínum bíl. Að leigja er ódýrt og bindingin er engin, þar sem skila má stólnum hvenær sem er. Færa má rök fyrir því að það að leigja stól sé einnig umhverfisvænt þar sem stóllinn er nýttur aftur og aftur og dregið úr kolefnisspori sem felst í því að framleiða, flytja og farga stól,“ segir Ægir hjá barnabilstolar.is. 

Hvað þarf góður barnabílstóll að hafa til að bera?

„Góður barnabílstóll þarf að uppfylla reglugerðir um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum sem settar eru af Evrópusambandinu og samgönguyfirvöldum. Einnig þarf að huga að því að stólarnir hafi góða hliðar- og höfuðvörn og komi vel út í árekstrarprófunum.“

Hvernig er barnið öruggast í bílnum?

„Það hefur margsinnis verið sýnt fram á að barn er öruggast í bakvísandi bílstól og er talið að það sé fimm sinnum öruggara þannig. Þar spilar mest inn í að höfuð barns er hlutfallslega þyngra eftir því sem barnið er yngra og álagið á hálsvöðva því meira við árekstur í framvísandi en bakvísandi stól. Við mælum með að börn yngri en þriggja ára séu alltaf í bakvísandi stól.“

Hvað kostar að leigja barnabílstól á mánuði?

„Við afhendingu á leigðum stól er greitt svokallað stofngjald sem er kr. 3.980. Næstu mánaðamót þar á eftir eru rukkaðar mánaðarlega 1.990 kr. þar til stól er skilað. Fyrir ungbarnastól er hægt er að leigja sökkul og kostar það 600 kr. aukalega. Leigusamningurinn er ótímasettur og því hægt að skila stólnum hvenær sem er.“

Hverjir eru helst að nýta sér þessa þjónustu?

„Það er fjöldi fólks sem nýtir sér að leigja barnabílstól. Í hópi viðskiptavina okkar eru meðal annars nýbakaðir foreldrar, ömmur og afar og aðrir sem aðstoða með barnið eða börnin, helst þá svo ekki þurfi að flytja stóla á milli bíla þegar verið er að skutlast með barnið. Einnig Íslendingar sem búa erlendis sem koma til landsins með börn, nýta sér mögleikann að geta leigt stól frekar en að ferðast með stólinn.“

Hvernig hafa barnabílstólar þróast síðasta áratuginn?

„Þróunin á barnabílstólum hefur verið margþætt. ISOFIX-festingar eru orðnar staðalbúnaður í flestum bílum, þá er stólunum einfaldlega smellt í festingarnar. Nýjustu stólarnir eru með snúningssökkul sem hægt er að snúa í 360 gráður og auðveldar að setja barnið í og að taka það úr bílnum. Kröfur um öryggi og endingartíma barnabílstóla eru í sífelldri endurskoðun hjá framleiðendum og eftirlitsaðilum. Fræðsla og umræða um öryggi barnabílstóla hefur einnig aukist til muna. Í könnun frá Samgöngustofu frá 2017 kemur fram að árið 1985 voru um 80% barna laus í bílum. Um aldamótin 2000 hafi þessi prósenta verið 17% og talin vera 2% í dag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »