Bjóst ekki við að þyngjast svo mikið á þriðju meðgöngunni

Simpson bjóst ekki við að þyngjast svo mikið á meðgöngunni.
Simpson bjóst ekki við að þyngjast svo mikið á meðgöngunni. AFP

Tónlistarkonan Jessica Simpson segist ekki hafa búist við því að þyngjast svo mikið á þriðju meðgöngunni, en hún var þyngst 108 kíló eftir að hún átti dóttur sína. 

„Ég hélt að ég hefði dregið lærdóm af hinum meðgöngunum, en greinilega ekki, Guð gerði mig bara svona, virkilega svanga þegar ég er ólétt,“ sagði Simpson í viðtali. 

Simpson tilkynnti í síðustu viku að hún hefði lést um 45 kíló á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá því að hún átti dótturina. 

Hún sagði í viðtalinu að hún hefði skipt út úr fataskápnum sínum eftir að hún eignaðist börnin. „Ég held að ég komist aldrei aftur í þröngu gallabuxurnar mínar. Ég geymi þær og segi „dag nokkurn“. En eftir að ég eignaðist börn held ég að mjaðmirnar muni ekki ganga alveg aftur saman. Líkaminn breytist,“ sagði Simpson. 

mbl.is