Íslensk ævintýramynd frumsýnd í kvöld

Aðalsöguhetja Goðheima, hin 9 ára gamla Röskva.
Aðalsöguhetja Goðheima, hin 9 ára gamla Röskva. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska fjölskyldu- og ævintýramyndin Goðheimar verður forsýnd í kvöld í Smárabíó klukkan 18.

Nexus stendur fyrir sýningunni og verður andlitsmálning í boði fyrir þá sem vilja og frítt popp og drykkur fyrir þá sem mæta í búningum.

Leikkonan Lára Jóhanna sem fer með hlutverk í myndinni verður á staðnum. Aukaleikarnir í víkingafélaginu Rimmugíg, sem fóru með hlutverk Jötna hér á landi, mæta einnig og ætla að vera í víkingaklæðum.

Goðheimar byggir á samnefndum teiknimyndasögum og norrænni goðafræði. Víkingabörnin Röskva og Þjálfi koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið honum til bjargar.

Aðalsöguhetja myndarinnar, hin 9 ára gamla Röskva, barn ljóssins, bjargar heiminum frá Ragnarökum því jafnvel guðir þurfa á hetjum að halda.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert