Salka Sól glöð með fyrstu gjöfina

Salka Sól með þeim Ingrid og Sigurlaugu.
Salka Sól með þeim Ingrid og Sigurlaugu. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarfólkið Salka Sól Ey­feld og Arn­ar Freyr Frosta­son eiga von á sínu fyrsta barni sam­an í kringum áramótin. Eins og gefur að skilja er að ótal hlutum að huga þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn. Salka Sól var því himinlifandi með mæðra- og nýburapakkann sem hún fékk afhentan nýverið frá styrktarfélagi LÍFI og Rekstrarvörum. 

Í pakkanum eru taubleiur, stór dömubindi og minni, græðandi krem, netbuxur, undirbreiðslur, grisjubox og grisjur, brjóstaplástur og handspritt. Í honum eru einnig mánaðarspjöld LÍFS sem tilvalið er að nota þegar taka á myndir af börnunum fyrstu mánuðina. 

„Við erum Rekstrarvörum afar þakklát fyrir samstarfið og vonum að innihald mæðra- og nýburapakkans komi sér vel. Hann hefur að geyma allt sem þarf til að bjóða lítið kríli velkomið í heiminn,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður LÍFS.

LÍF styrktarfélag kvennadeildar Landspítala var stofnað árið 2009 og hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið hefur umbylt aðbúnaði á öllum deildum kvennadeildarinnar. 

Pakkinn fæst í Rekstrarvörur og er til styrktar LÍF Styrktarfélags.

Í mæðra- og nýburakassanum er að finna þessi mánaðarspjöld LÍFS …
Í mæðra- og nýburakassanum er að finna þessi mánaðarspjöld LÍFS sem tilvalið er að nota þegar taka á myndir af börnunum fyrstu mánuðina. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is