Harry Potter-þema í barnaherberginu

Harry Potter-þema í barnaherberginu.
Harry Potter-þema í barnaherberginu. Ljósmynd/Kelsey Michael

Hin 23 ára Kelsey Michael er bæði útsjónarsöm og forfallinn Harry Potter-aðdáandi. Hún virðist ætla að tryggja það að nýfæddur erfingi hennar erfi líka Harry Potter-áhugann en hún breytti barnaherberginu í sannkallaðan töfraheim.

Michael lét ekki þar við sitja að gera barnaherbergið að Harry Potter-heimi heldur gaf hún líka syni sínum nafn úr bókinni og heitir hann Georg, eins og annar Weasley-tvíburinn heitir. 

Í viðtali við LatesDeals.co.uk segir hún að hún hafi safnað Harry Potter-hlutum í mörg ár og vildi hafa það allt uppi. Henni datt því í hug að nota það allt til að skreyta herbergi sonar síns. 

Þar á meðal er órói með Harry, Hermione og Ron. Hún keypti líka uglubangsa, sem heitir Hedwig eins og ugla Potters. Á veggnum er tilvitnun í skólastjórann góðkunna Albus Dumbledore og töfrasprotar í hillum á veggjunum. 

Þar sem Michael átti mikið af Harry Potter-dóti áður en hún hófst handa kostaði það hana ekki mikið að gera herbergið að töfraveröld. Barnarúmið og kommóðuna keypti hún á 600 pund eða rúmar 96 þúsund krónur. Harry Potter skrautið fékk hún svo á 15-25 þúsund krónur. 

Töfrasprotar og bækur í hillunum.
Töfrasprotar og bækur í hillunum. Ljósmynd/Kelsey Michael
Á veggnum er tilvitnun í Albus Dumbledore.
Á veggnum er tilvitnun í Albus Dumbledore. Ljósmynd/Kelsey Michael
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert