Fær bestu mömmuráðin frá Beckham

Eva Longoria og Victoria Beckham eru góðar vinkonur.
Eva Longoria og Victoria Beckham eru góðar vinkonur. AFP

Leikkonan Eva Longoria leitar einna helst til bestu vinkonu sinnar, Victoriu Beckham, þegar hún þarf á hjálp að halda í foreldrahlutverkinu. Longoria greindi frá þessu í viðtali við Metro á dögunum en sonur hennar Santiago varð eins árs í sumar.

Eva Longoria er þekkt fyrir að vera góð vinkona Victoriu Beckham. Frú Beckham á fjögur börn með eiginmanni sínum David Beckham og hefur gengið í gegnum ýmislegt í móðurhlutverkinu.

„Victoria er frábær móðir,“ sagði Longoria. „Hún er líklega ein af þeim fyrstu sem ég tala við þegar mig vantar ráð. Plús það að börnin hennar eru eldri svo hún hefur nú þegar gengið í gegnum öll stigin.“

Longoria hefur verið dugleg að sinna góðgerðarstörfum og hefur áhugi hennar á þeim aðeins aukist síðan hún eignaðist son sinn. Segist hún vilja gera heiminn að betri stað fyrir son sinn. 

View this post on Instagram

My boy ❤️ Thank you L’Oreal for capturing this amazing moment with my baby boy! #ParisFashionWeek #TheEnd

A post shared by Eva Longoria Baston (@evalongoria) on Sep 29, 2019 at 5:19am PDTmbl.is