Meghan endurnýtir meðgöngufötin

Meghan er nýtin kona.
Meghan er nýtin kona. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex er greinilega nýtin kona en hún mætti á dögunum á viðburð í kjól sem hún klæddist einnig þegar hún var ólétt af Archie.

Hún eignaðist sitt fyrsta barn, Archie, þann 6. maí síðastliðinn. Nú þegar hún er komin í konungsfjölskylduna þurfti hún að sinna ýmsum verkefnum á meðgöngunni og aðeins nokkrum mánuðum eftir meðgönguna. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún hefur klæðst fötum sem hún klæddist á meðgöngunni, eftir meðgönguna. Á fyrsta viðburði þeirra hjóna í Suður Afríku klæddist hún svörtum samfestingi sem hún notaði einnig á meðgöngunni, meðal annars þegar hún tók upp myndband fyrir Vogue. 

Meghan nú í vikunni í fjólubláa kjólnum.
Meghan nú í vikunni í fjólubláa kjólnum. AFP
Meghan í janúar í sama kjól.
Meghan í janúar í sama kjól. AFP
mbl.is