Börnin í höllinni á móti matarsóun

Hjónin Jóakim og Marie eiga börn sem taka matarsóun alvarlega.
Hjónin Jóakim og Marie eiga börn sem taka matarsóun alvarlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marie prinsessa, eiginkona Jóakims Danaprins, segir að börn sín séu mjög meðvituð um matarsóun og segir þau stundum stoppa hana af þegar hún ætlar að henda mat. Þetta kemur fram á vef danska Séð og heyrt

Marie og Jóakim eiga saman hinn tíu ára gamla Henrik prins og hina sjö ára gömlu Aþenu prinsessu. 

„Hér heima taka þau matarsóun mjög alvarlega. Þau skamma mig ef ég er að fara fleygja einhverju sem er í lagi með,“ segir Marie prinsessa.

„Nei mamma þú veist að þetta er matur sem enn er hægt að borða,“ segir prinsessa að börnin hennar segi við hana. 

Marie prinsessan er ánægð með að hugsunarhátt barna sinna og leggur sinn hönd á plóg í baráttunni gegn matarsóun með nýrri danskri matreiðslubók sem á að stuðla að minni matarsóun. 

mbl.is