Díana hélt kyninu leyndu fyrir Karli

Diana prinsessa sá í ómskoðun að Harry væri drengur. Hún …
Diana prinsessa sá í ómskoðun að Harry væri drengur. Hún hélt því leyndu fyrir Karli, sem vildi eignast dóttur. AFP

Díana prinsessa ákvað að halda kyninu leyndu fyrir eiginmanni sínum, Karli Bretaprinsi, þegar hún gekk með yngri son sinn Harry. Ástæðan var sú að Karl langaði í stelpu en fyrir áttu þau soninn Vilhjálm. 

Þetta segir ævisöguritarinn Andrew Morton í ævisögu Díönu, Diana: Her True Story - in Her Own Words. The Sun greinir frá. Þar segir Morton að Díana hafi sagt við sig: „Ég vissi að Harry væri strákur því ég sá það á ómskoðunarmyndunum. Karl vildi alltaf stelpu. Hann vildi tvö börn og hann vildi stelpu. Ég vissi að Harry væri strákur og sagði honum það ekki.“

Harry Bretaprins kom í heiminn 15. september 1984 og segir Morton að Díana hafi sagt að Karl hafi ekki beint verið ánægður með að hann væri strákur. 

Hún sagði Morton að það fyrsta sem eiginmaður hennar hafi sagt þegar Harry kom í heiminn var „Ó Guð, það er strákur,“ en hann hafi sagst vera að grínast. 

Karl er einnig sagður hafa sagt við móður Díönu, Frances Kydd, að þau hafi verið vonsvikin með að hann væri ekki stelpa. 

„Mamma brjálaðist við hann og sagði „Þú ættir að átta þig á hversu heppinn þú ert að eignast barn sem er heilbrigt“,“ sagði Díana að sögn Morton. 

Karl Bretaprins ósklaði sér að eignast dóttur. Ekkert varð úr …
Karl Bretaprins ósklaði sér að eignast dóttur. Ekkert varð úr því. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert