Þráir óspennandi mat á meðgöngunni

Ashley Graham á von á barni.
Ashley Graham á von á barni. AFP

Ofurfyrirsætan Ashley Graham varð 32 ára 30. október og eyddi hún morgninum sem gestastjórnandi sjónvarpsþáttarins Today. Graham á von á sínu fyrsta barni í kringum áramótin og lýsti hún meðal annars undarlegri matarlöngun sinni í sjónvarpinu. 

Graham fékk að nasla á kantalópu-melónu enda sagðist hún vera með sérstaka löngun í melónutegundina ásamt annarri stökkri en vatnsmikilli fæðu. Sagðist hún vera með sterka löngun í agúrkur, sellerí, salat og svo auðvitað frostpinna. 

Einhverjum gæti fundist agúrkur og sellerí heldur óspennandi matur til þess að langa í. Til allrar hamingju fyrir Graham og ófætt barn hennar er þessi matur þó mjög hollur, nema kannski einstaka frostpinni. 

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP
mbl.is