51 árs og úrvinda af þreytu með ungbarn

Daniel Craig eignaðist barn í fyrra.
Daniel Craig eignaðist barn í fyrra. AFP

James Bond-leikarinn Daniel Craig varð ekki bara fimmtugur í fyrra heldur eignaðist hann einnig sitt annað barn, 24 árum eftir að yngra barn hans kom í heiminn. Craig játaði á dögunum að það tæki á að vera með ungbarn á heimilinu. 

„Ég er úrvinda af þreytu,“ sagði Craig við blaðamenn á frumsýningu nýlega að því er fram kemur á vef Us Weekly. Craig og eiginkona hans, leikkonan Rachel Weisz, eignuðust stúlku í september í fyrra. Hjónin giftu sig árið 2011 en fyrir áttu þau eitt barn hvort. Weisz eignaðist son árið 2006 og eins og áður sagði á Craig dóttur á þrítugsaldri.

Craig var einnig spurður að því hvort að honum þætti líklegt að yngri dóttir hans myndi horfa á myndirnar hans í framtíðinni. „Ég efast um að hún eigi eftir að hafa áhuga,“ sagði Craig. „Ég held ekki.“

Hjónin Daniel Craig og Rachel Weisz fyrir frumsýningu á James …
Hjónin Daniel Craig og Rachel Weisz fyrir frumsýningu á James Bond árið 2015. AFP
mbl.is