Húfur seldust í bílförmum vegna Archie

Archie ásamt föður sínum Harry Bretaprins.
Archie ásamt föður sínum Harry Bretaprins. mbl.is/skjáskot Instagram

Hertogahjónin Harry og Meghan Markle óskuðu fylgjendum sínum gleði á nýju ári með fallegri ljósmynd af syni sínum Archie ásamt Harry Bretaprins. Á ljósmyndinni er Archie litli með pom-pom húfu frá fyrirtækinu Make Give Live sem nú er uppseld. Fyrirtækið talar um Archie-áhrifin, vegna þeirra viðtaka sem húfan hefur fengið.  

Samkvæmt upplýsingum frá Kengsington-höll tók hertogaynjan ljósmyndina í kringum Þakkargjörðahátíðina í Bandaríkjunum nýverið. 

Fyrirtækið Make Give Live er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem Claire Conza stofnaði á Nýja-Sjálandi. Markmið með starfsemi fyrirtækisins er að fá fólk til að koma saman og prjóna húfur á kaffihúsi. Fyrir hverja húfu sem er seld er ein húfa gefin til barns sem þarf á húfu að halda. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu