Þakkaði fimm börnum en á bara fjögur

Leikarinn Tom Hanks.
Leikarinn Tom Hanks. AFP

Leikarinn Tom Hanks sagði í þakkarræðu sinni á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld að hann ætti fimm börn. Aðdáendur Hanks voru því eflaust frekar gáttaðir því Hanks á aðeins fjögur börn. 

Hanks var heiðraður fyrir störf sín í gegnum árin á verðlaunahátíðinni og tók við Cecil B. DeMille-verðlaununum. „Maður er blessaður þegar maður á fjölskyldu sem situr á fyrsta bekk. Eiginkonu sem er mögnuð í alla staði, sem hefur kennt mér hvað er að elska. Fimm börn sem eru hugrakkari, sterkari og vitrari en gamli karlinn,“ sagði Hanks. 

Hanks á þrjá syni, Colin, Chet og Truman og dótturina Elizabeth. Hann var þó ekki að ruglast þegar hann sagðist eiga fimm börn þar sem hann er sagður líta á tengdadóttur sína Samönthu Bryant sem dóttur sína. Bryant er gift Colin og eiga þau saman tvö börn. 

Tom Hanks ásamt fjölskyldu sinni á Golden Globe-verðlaununum.
Tom Hanks ásamt fjölskyldu sinni á Golden Globe-verðlaununum. AFP

Hanks sem er greinilega mikill fjölskyldumaður hefur verið kvæntur leikkonunni Ritu Wilson síðan árið 1988. Með Wilson á Hanks tvo syni. Hann átti eldri börnin sín tvö með fyrrverandi eiginkonu sinni, Samöntha Lewes. 

mbl.is