Telur að Diaz verði besta mamman

Gwyneth Paltrow telur að vinkona hennar verði besta mamman.
Gwyneth Paltrow telur að vinkona hennar verði besta mamman. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow sagði í viðtali á rauða dreglinum fyrir Golden Globe-verðlaunahátíðina að hún væri himinlifandi yfir því að vinkona hennar Cameron Diaz hafi verið að eignast sitt fyrsta barn.

„Hún verður sú besta,“ sagði Paltrow í viðtali við Entertainment Tonight. Diaz tilkynnti fyrir helgi að hún hafi eignast sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Benji Madden nú á dögunum. 

Heimildarmaður People segir að Diaz og Madden séu gríðarlega hamingjusöm og að þetta sé mjög tilfinningaríkur tími fyrir þau. „Cameron er búin að koma sér vel fyrir, er stöðug og hamingjusöm. Það var náttúrlegt fyrir hana að langa í barn,“ sagði heimildarmaðurinn. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu