Með marinn kvið í tæknifrjóvgun

Amy Schumer.
Amy Schumer. AFP

Leikkonan Amy Schumer og eiginmaður hennar Chris Fisher eru ef marka má færslu hennar á Instagram að reyna að eignast annað barn. Schumer deildi mynd af mörðum kvið sínum og sagði að tæknifrjóvgun væri gríðarlega erfitt ferli. 

Schumer sagðist vera á fyrstu vikunni í tæknifrjóvgun og að þau Fisher ætluðu að frysta eggin hennar og væru að finna út hvernig þau gætu búið til systkini fyrir son sinn Gene. Schumer og Fisher eignuðust sitt fyrsta barn 5. maí síðastliðinn.

mbl.is