14 ára bað um bótox í jólagjöf

Mæðgurnar Carla og Tanisha Bellucci.
Mæðgurnar Carla og Tanisha Bellucci. Skjáskot/Instagram

Fjórtán ára gömul stúlka í Bretlandi bað um að fá bótox og varafyllingu í jólagjöf. 

Hin 38 ára gamla móðir, Carla Belucci, segist hafa verið hissa þegar hún las jólgjafaóskalista dóttur sinnar Tanishu og sá að hana langaði í bótox og varafyllingu.

Carla sjálf hefur farið í lýtaaðgerð en hún komst í fréttir fyrir nokkrum árum þegar hún þóttist vera þunglynd til að fá styrk frá ríkinu fyrir nefaðgerð. 

Hún segist vilja styðja dóttur sína til að gera allt það sem gerir hana hamingjusama, jafnvel ef það þýðir að fara í lýtaaðgerð þegar hún verður nógu gömul. Hún vill þó ekki að dóttir hennar fari í neina lýtaaðgerð fyrr en hún er orðin 16 ára.

Á óskalista hinnar 14 ára gömlu Tanishu var einnig franskur bolabítur, hestur, Valentino-veski og Gucci-belti. 

Frétt The Sun.

View this post on Instagram

🖤

A post shared by ¥•¥🖤 (@officialtanishabellucci) on Jul 24, 2019 at 11:01am PDT

mbl.is