87% barnarúma stóðust ekki lágmarkskröfur

Niðurstöður könnunar sem Neytendastofa gerði á dögunum leiddu það í …
Niðurstöður könnunar sem Neytendastofa gerði á dögunum leiddu það í ljós að 87% barnarúma standast ekki lágmarkskröfur. ljósmynd/Babyletto

Niðurstöður könnunar sem Neytendastofa gerði á dögunum leiddu það í ljós að 87% barnarúma standast ekki lágmarkskröfur. 

Alls voru 23 barnarimla- og ferðarúm send til prófunar. Niðurstöðurnar sýndu að 87% þeirra stóðust ekki lágmarkskröfur um öryggi. Í flestum tilfellum eða 74% vantaði mikilvægar merkingar eða upplýsingar með rúmunum.

„Einnig komu í ljós hönnunargallar á rúmunum þar sem 30% af þeim voru með of stór bil eða op þar sem hætta var á að barn gæti fest sig og slasast alvarlega. Til að mynda má op eða bil á milli rimla á rúmum ekki vera stærra en 6,5 cm. Ef það er stærra þá er hætta á slysum þar sem höfuð barnsins getur fest. Þá má bil á milli hliðar og dýnu aldrei verða meira en 3 cm. Ef bilið er stærra gæti höfuð barns farið á milli dýnu og rúms þannig að hætta verður á köfnun,“ segir í frétt Neytendastofu um málið. 

Verkefnið var eftirfylgni átaksverkefnis sem var farið í árið 2015.  Niðurstöður úr átakinu 2015 komu ekki vel út þar sem 80% rúmanna voru talin hættuleg börnum og helmingur þeirra var svo stórhættulegur að þau rúm voru innkölluð. Í kjölfarið var unnið að því að bæta og herða kröfur um öryggi rimla- og ferðarúma. Því taldi Neytendastofa nauðsynlegt að fylgja verkefninu eftir og athuga hvort skýrari kröfur til framleiðslunnar skiluðu sér í öruggari barnarimla- og ferðarúmum.

Niðurstöður prófananna voru sendar til framleiðenda. Þeir framleiðendur sem Neytendastofa átti í samskiptum við ætla að lagfæra merkingar og hafa í huga muninn á efninu í rúmunum.

Neytendastofa gefur þessar ráðleggingar til neytenda:

• Þegar notaðar eru vörur eins og hreiður, bólstraður stuðningur, laus rúmföt, stuðkantar, koddar eða önnur mjúk efni sem geta komið nálægt andliti barns þá geta þau valdið köfnun og/eða ofhitnun. Forðast á einnig að nota bólstraðan stuðning sem heldur barninu í einni svefnstöðu.

• Aldrei að kaupa auka dýnu í barnarúm.

• Láttu barnið sofa á flötu undirlagi. Ekki láta þau sofa í 10-30 gráðu halla eins og í svefnvöggu eða svefnstól, en þegar hafa nokkrar tegundir verið innkallaðar af Amazon, Ebay og ýmsar minni sölusíður hafa hætt sölu á slíkum vörum.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu