Dekrar barnabörnin með samverustundum

Kris Jenner er 10 barna amma.
Kris Jenner er 10 barna amma. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan og umboðskonan Kris Jenner segir að hennar leið til að dekra barnabörnin sín sé að eyða tíma með þeim. 

Jenner á fjöldann allan af börnum og barnabörnum og því yfirleitt margmenni á heimili ömmunnar. „Um daginn gerðum við smákökur. Við förum að versla. Ég fer að versla með Meason og við gerum hluti bara við tvö saman,“ sagði Jenner við blaðamenn á laugardaginn. 

Alls eru barnabörn Jenner 10, fjórir strákar og sex stelpur. Hún segir að alls kyns bakstur sé sérstaklega í uppáhaldi hjá stelpunum og því reyni hún að baka mikið með þeim og dunda sér heima. 

Í viðtali árið 2018 sagðist hún engan veginn geta gert upp á milli barnabarna sinna en hún ætti í sérstöku sambandi við elsta barnabarnið, Mason, son Kourtney Kardashian. 

Kris Jenner ásamt dóttur sinni Kylie og dóttur hennar Stormi.
Kris Jenner ásamt dóttur sinni Kylie og dóttur hennar Stormi. Skjáskot/Instagram
Kim Kardashian ásamt þremur börnum sínum, North, Saint og Chicago.
Kim Kardashian ásamt þremur börnum sínum, North, Saint og Chicago. Skjáskot/Instagram
Khloé Kardashian og dóttir hennar True.
Khloé Kardashian og dóttir hennar True. Skjáskot/Instagram
mbl.is