Svona gerir þú barnaherbergið fullkomið

Marie Kondo nýtur stundarinnar með dóttur sinni. Barnaherbergin í hennar …
Marie Kondo nýtur stundarinnar með dóttur sinni. Barnaherbergin í hennar húsi eru vanalega óaðfinnanleg. Skjáskot/Instagram

Marie Kondo kann betur en margir aðrir að raða í barnaherbergjum. Mörgum foreldrum geta fallist hendur að koma röð og reglu á barnaherbergin í húsinu, sérstaklega þegar litlar hendur eru enga stund að koma reglunni á hvolf aftur. 

Eftirfarandi atriði eru í anda Kondo. 

Barnafatnaður

Finndu leið til að brjóta barnafötin saman þannig að þau standi sjálf og geti verið aðgengileg í skúffum. Það er betra að eiga færri föt og vandaðri en of mörg sem koma héðan og þaðan og eru í skúffunum meira af meðvirkni en eftir smekk. 

Það eru fjölmargar leiðir að losa sig við barnaföt sem enginn notar. Taktu fötin í hendurnar og spurðu þig: Eru þessi föt að skapa ánægju?

Ef ekki, finndu leið til að losa þig við þau. Það gefur þér meiri tíma með barninu þínu. 

Raðaðu leikföngunum

Þú þarft ekki að fylgjast með barninu þínu í meira en viku til að finna út hvaða dót það kann best að meta. Af hverju ekki að raða dótinu þannig að barnið sjái hvað það á. Þannig getur barnið staðið fyrir framan sem dæmi dótaskápinn og bent á þá hluti sem það langar að leika sér með þann daginn. 

View this post on Instagram

This tidy transformation is out of this world! 👽😉 Bravo, @sortandsweet

A post shared by Marie Kondo (@mariekondo) on Sep 17, 2019 at 12:02pm PDT

Keyptu hirslur og hillur sem passa í herbergið

Það getur gert mikið fyrir barnaherbergið að vera með stað fyrir hvern hlut. Ekki ofhugsa hlutina. Byrjaðu á því að flokka föt barna þinna og síðan leikföngin. Þú getur unnið með litlar hirslur og fundið síðan þær sem þig langar að nota á næstu árum. Gott skipulag hefur vanalega mest með það að gera að vera ekki með of mikið dót inni hjá barninu. 

Smitaðu áhuga þinn á tiltekt yfir í börnin

Börn sem alin eru upp við röð og reglu fá smekk fyrir slíku í sínu umhverfi. Ef þú heldur þínu eldhúsi fallegu og hreinu, er það eitthvað sem börnin þín alast upp við að sé eðlilegt. 

Finndu leiðir til að gera leikumhverfi barna þinna þannig að þú hefðir ánægju af því að leika á slíku svæði. 

View this post on Instagram

Tidying is contagious. Photo by @lana.macmillan.

A post shared by Marie Kondo (@mariekondo) on Apr 20, 2019 at 11:00am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert