Graham fæddi soninn heima

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham greindi frá því í nýju myndbandi að hún fæddi son sinn heima. Graham og eiginmaður hennar Justin Ervin spjölluðu saman um fæðinguna í nýjasta þætti Graham á YouTube-rás hennar.

„Ég verð að segja, að núna eftir að ég fæddi barn og gerði það náttúrulega fann ég fyrir öllu. Mér líður eins það sé ekkert í heiminum sem ég get ekki gert. Héðan í frá mun ég aldrei vera í aðstæðum þar sem ég hugsa „þetta er of erfitt, ég get þetta ekki“. Ég var í sex tíma í fæðingunni,“ sagði Graham.

Þau sýndu son sinn í fyrsta skipti í myndbandinu og greindu einnig frá nafni hans. Litli drengurinn fékk nafnið Isaac Menelik Giovanni Ervin. Nafnið hefur mikla þýðingu fyrir Graham og Ervin en Ervin var búinn að ákveða þegar hann var unglingur að hann vildi gefa fyrsta syni sínum nafnið Isaac. 

Menelik er fengið úr eþópískri menningu en hjónin ferðuðust þangað um síðustu jól. Fyrsti keisari landsins hét Menelik I. Giovanni er í höfuðið á báðum öfum Ervin og pabba Graham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert