Telur föður sinn endurfæddan í Psalm

Psalm litli og Kim Kardashian West.
Psalm litli og Kim Kardashian West. skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West telur að yngsti sonur sinn, Psalm, sé faðir hennar, Rob Kardashian, endurfæddur. Ástæðan er sú að blindur miðill kom til hennar þegar hún var á Balí og sagði henni að hún myndi eignast annan son. 

„Í þættinum okkar, sýndum við að við vorum á Balí, og kona, blindur miðill, kom til mín og sagði mér að ég myndi eignast annað barn og að það yrði drengur,“ sagði Kardashian West og bætti við að þessi kona gæti ekki hafa vitað að hún hefði þegar ráðið staðgöngumóður og að hún gengi með son hennar. Starfsfólk raunveruleikaþáttanna þeirra, Keeping Up With The Kardashian, vissi það ekki heldur. 

Kim Kardashian ásamt föður sínum Robert Kardashian.
Kim Kardashian ásamt föður sínum Robert Kardashian. skjáskot/Instagram

Þetta voru þó ekki einu táknin á lofti um að faðir hennar, Rob, sem lést árið 2003 úr krabbameini myndi endurholdgast í ófæddum syni hennar. 

Þegar hjúkrunarfræðingur barns hennar fór með Psalm í partí sagði kona í partíinu við hana: „Segðu móður barnsins að þetta sé fjölskyldumeðlimur hennar endurholdgaður.“

Öll fjölskyldan trúir því að þarna sé Rob gamli Kardashian endurfæddur og eru þau öll mjög tengd Psalm litla. 

„Hann er örvhentur eins og pabbi minn. Ég veit ekki einu sinni hvort ég trúði á endurholdgun, en ég geri það núna, mig langar að trúa því,“ sagði Kardashian West í viðtali við E! News. 

Psalm er fjórða barn foreldra sinna Kim Kardashian West og Kanye West en hann kom í heiminn í maí í fyrra. Hann á eldri systkinin North, Saint og Chicago.

Robert Kardashian ásamt OJ Simpson (t.h.) í réttarsal árið 1995.
Robert Kardashian ásamt OJ Simpson (t.h.) í réttarsal árið 1995. AFP
Kim Kardashian West með Psalm, þá 3 mánaða, Chicago 19 …
Kim Kardashian West með Psalm, þá 3 mánaða, Chicago 19 mánaða, Saint 3 ára og North 6 ára. Ljósmynd/skjáskot Instagram.
mbl.is