Sýndi kúluna í gegnsæjum og efnislitlum kjól

Bandaríska söngkonan Ciara er ólétt.
Bandaríska söngkonan Ciara er ólétt. AFP

Óléttukúla Ciöru fór ekki fram hjá neinum þegar hún mætti í árlegt óskarsverðlaunaboð Vanity Fair aðfaranótt mánudags. Tónlistarkonan sem á von á sínu þriðja barni mætti í kjól sem var bæði efnislítill og gegnsær. 

Tónlistarkonan leit út eins og grísk gyðja í gegnsæjum kjól frá breska merkinu Ralph & Russo. Glitrandi efni kjólsins var svo gegnsætt að það sást vel í undirfötin sem voru þó ekki eins gegnsæ og kjóllinn. 

Ciara greindi frá því í lok janúar að hún og eiginmaður hennar, ruðningskappinn Russell Wilson ættu von á barni. Saman eiga þau Wilson dóttur sem kom í heiminn árið 2017. Tónlistarkonan á einnig son með rapparanum Future sem er fimm ára. 

Ciara og Russell Wilson eiga von á barni.
Ciara og Russell Wilson eiga von á barni. AFP
Ciara var glæsileg í Óskarsverðlaunaveislu Vanity Fair.
Ciara var glæsileg í Óskarsverðlaunaveislu Vanity Fair. AFP
mbl.is