Voru tilbúin að gefast upp á að eignast barn

Penn Badgley og Domino Kirke.
Penn Badgley og Domino Kirke. Ljósmynd/Instagram

You-stjarnan Penn Badgley á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, Domino Kirke. Kirke greindi frá væntanlegum erfingja á Instagram og sagði hún að þau hafi verið tilbúin að gefast upp eftir tvö fósturlát. 

„Meðganga eftir missi er allt annað. Eftir tvö fósturlát í röð vorum við tilbúin að hætta. Ég hætti að treysta líkama mínum og byrjaði að taka það í sátt að ég væri búin,“ skrifar Kirke sem er bæði tónlistarkona og fæðing­ar-doula. Segist hún hafa séð allt og heyrt allt í starfi sínu.

Penn Badgley.
Penn Badgley. AFP

Badgley á ekkert barn en er þó stjúpfaðir þar sem eiginkona hans til þriggja ára á eitt barn fyrir, tíu ára gamlan son. Segist Kirke hafa vitað mun minna en nú þegar hún var 25 ára og ólétt.

„Þegar ég var ólétt 25 ára vissi ég ekki neitt. Ég átti ekkert samfélag. Ég stakk mér í djúpu laugina án þess að gera mér grein fyrir fæðingum og leyndardómum þeirra. Nú með tíu ára reynslu á bakinu kann ég að meta fæðingarsamfélagið sem ég hef. Þið hafið nú þegar kennt okkur að taka einn dag í einu á þann veg sem við höfum aldrei áður þurft að gera,“ skrifaði Kirke. 

View this post on Instagram

On the road again... pregnancy after loss is whole other thing. After two miscarriages in a row we were ready to call it. I stopped trusting my body and started to accept the fact that I was done. As a birth attendant, I’ve seen and heard it all. It takes everything I’ve got to detach lovingly from the losses I’ve been present for and be in my own experience. When I was pregnant at 25, I knew nothing. I had no community. I dove in blissfully unaware about birth and its mysteries. Now, with 10 years worth of experience to pull from, I treasure my birth community and the knowledge I have. You’re already teaching us how to stay in the day in a way we’ve never had to, little one. Thank you.

A post shared by Domino Kirke-Badgley (@domino_kirke) on Feb 10, 2020 at 6:29am PST

mbl.is