Stjörnuhjón eiga von á barni

Sophie Turner og Joe Jonas eru sögð eiga von á …
Sophie Turner og Joe Jonas eru sögð eiga von á barni. AFP

Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner á von á barni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Joe Jonas. Hjónin hafa ekki tilkynnt óléttuna en fjölmargir aðilar hafa staðfest óléttuna við E! sem og aðra erlenda miðla. 

Hin 23 ára gamla Turner er sögð vera komin um fjóra mánuði á leið. Hún er ekki gengin það langt en hjónin þó sögð vera mjög spennt. 

„Þau sögðu fjölskyldum sínum nýlega og allir eru himinlifandi og mjög glaðir fyrir þeirra hönd,“ sagði heimildarmaður. 

Turner er sögð hafa passað klæðaburð sinn en hún kom síðast opinberlega fram á Grammy-tónlistarverðlaunahátíðinni þann 26. janúar síðastliðinn. Hún mætti einnig á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðina í janúar. 

Jonas og Turner komu á óvart í maí í fyrra þegar þau giftu sig í Las Vegas. Þau fögnuðu búðkaupi sínu með vinum og vandamönnum í Frakklandi í júní 2019. 

Joe Jonas og Sophie Turner á Grammy-verðlaunahátíðinni þann 26. janúar.
Joe Jonas og Sophie Turner á Grammy-verðlaunahátíðinni þann 26. janúar. AFP
Hjónin Joe Jonas og Sophie Turner þann 19. janúar.
Hjónin Joe Jonas og Sophie Turner þann 19. janúar. AFP
mbl.is