Ekki viss hvort hún sé hætt að eignast börn

Kate Hudson veit ekki hvort hún ætli að skella í …
Kate Hudson veit ekki hvort hún ætli að skella í 4 barnið. AFP

Leikkonan Kate Hudson er ekki viss hvort hún sé hætt að eignast börn. Kate og bróðir hennar Oliver Hudson eru bæði leikarar og mættu saman í heimsókn til Ellen DeGeneres. 

„Ég veit ekki hvort ég sé búin. Í augnablikinui er 16 mánaða gömul dóttir mín Rani á þeim aldri þar sem maður hugsar „mig langar í annað barn“,“ sagði Kate þegar Ellen spurði hvort hana langaði í fleiri börn. 

Kate á þrjú börn og er sú yngsta aðeins 16 mánaða. Hún á líka synina Ryder, 16 ára og Bingham 8 ára. 

Oliver bróðir hennar á líka þrjú börn með eiginkonu sinni Erinn Bartlett. þau eiga synina Wilder 12 ára, Bodhi 9 ára og Rio 6 ára.

Kate hrósaði bróður sínum í hástert fyrir að vera góður pabbi. „Hann elur upp börn mjög auðveldlega. Þetta er það besta sem hann hefur gert. Hann er besti pabbinn.“

mbl.is