Barnið fær ekki að hætta á hljóðfæri

Caroline de Maigret gerir hlutina eftir eigin höfði þegar kemur …
Caroline de Maigret gerir hlutina eftir eigin höfði þegar kemur að uppeldinu. mbl.is/skjáskot Instagram

Caroline de Maigret er ein þekktasta fyrirsæta veraldar um þessar mundir. Hún er 45 ára að aldri og hefur talað opinskátt um það ferli að upplifa miðlífs krísu upp úr fertugt, þar sem hún vissi að ef hún ætlaði að vera vinsæl áfram sem leikkona og fyrirsæta — þyrfti hún að finna leiðir til að sætta sig við að eldast. 

Caroline de Maigret ólst upp í fjölskyldu sem hafði mikil pólitísk völd í Frakklandi. Hún kynntist lífsförunaut sínum, tónlistarmanninum Yarol Poupaud, árið 2004. Þau giftu sig seinna  og eignuðust soninn Anton. 

Hún hefur margoft talað um samband sitt við eiginmanninn í fjölmiðlum og segir að hann sé andstæðan við það sem hún var alin upp við. 

„Við erum ótrúlega ólík. Ég var alin upp við að óttast álit fólks á meðan hann var alinn upp við að vera á eigin forsendum. Við bætum hvort annað upp því við erum mjög ólík. Við erum einnig mjög heppin þar sem daglegt líf okkar er aldrei leiðinlegt. Þegar ég er ekki fyrir framan myndavélina og hann er ekki upp á sviði að syngja þá eyðum við tíma saman með syni okkur Anton. Í raun er fjölskyldan mín það eina sem ég hef raunverulega áhuga á.“

Þegar kemur að því að vera fyrirmynd fyrir son sinn sem er tíu ára á þessu ári segir hún að hana langi til að honum líði eins og henni þegar kemur að því að finnast hún tilheyra hvar sem hún er í veröldinni. 

„Ég vil að hann sé kurteis, kunni að virða sig og aðra, að hann upplifi sig öruggan. Það er það eina. Svo má hann bara vera sá sem hann er. Mig langar að sonur haldi áfram að vera forvitinn. Við reynum að gera hlutina sem hann er að læra um í skólanum skemmtilega. Hann er einnig að læra á píanó. Stundum elskar hann það og stundum hatar hann það. En við viljum ekki að hann gefist upp of auðveldlega þegar kemur að tónlistarnámi hans. Allir vinir mínir sem eru tónlistarmenn fengu ákveðinn þrýsting frá foreldrum sínum í byrjun. Ég er á því að maður eigi að kafa djúpt ofan í allt sem maður gerir og reyni að hafa þannig áhrif á son minn þegar kemur að námi og tónlist,“ segir hún í viðtali við Semaine.

Caroline de Maigret birtir nær aldrei ljósmyndir af fjölskyldunni sinni á samfélagsmiðlum en er með áhugaverða sýn á lífið og þykir brautryðjandi fyrir konur um allan heim. 

View this post on Instagram

Yup #womensday

A post shared by Caroline de Maigret 🇫🇷 (@carolinedemaigret) on Mar 8, 2018 at 6:41am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert