Hætti að vera vegan á meðgöngunni

Grimes er hætt á vegan-mataræðinu.
Grimes er hætt á vegan-mataræðinu. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Grimes er hætt að neyta eingöngu matar úr plönturíkinu á meðgöngunni. Grimes sem hefur verið grænkeri í 20 ár var með einstaklega mikla löngun í kúamjólk og hefur drukkið ófáa lítrana af henni á síðustu vikum. 

Grimes gengur með sitt fyrsta barn en hún er í sambandi með milljarðamæringnum Elon Musk. Hún sagði í viðtali við Harpers Bazaar að hún hafi líka byrjað að borða morgunmat eftir að hún varð ólétt.

„Aðalóléttulöngunin mín þessa dagana er mjólkurglas, sem er skrítið því ég hef ekki drukkið mjólkurglas í örugglega 20 ár,“ sagði Grimes. 

„Ég geri líka eitt sem ég kalla smjörbrauð. Þá bræði ég smjör á disk og velti brauði upp úr því svo það er löðrandi í smjöri. Síðan set ég smá sultu á það og borða. Það er í raun magnað,“ sagði Grimes. 

Hún hefur líka lagt sig fram við að borða mat sem henni finnst ekki góður en er góður fyrir barn hennar. Hún er ekki hrifin af flestum ávöxtum og grænmeti en borðar hindber og banana út á morgunkornið sitt. 

mbl.is