Fæddi barn í leigubíl

Barnið kom í heiminn í leigubílnum.
Barnið kom í heiminn í leigubílnum. mbl.is/Jim Smart

Óvæntur farþegi bættist í hópinn í leigubíl í London á dögunum þegar kona nokkur fæddi barn í bílnum. 

Leigubílstjórinn Gary Wilson var að aka verðandi foreldrum á Háskólasjúkrahúsið í London á fimmtudaginn síðastliðinn þegar verðandi móðirin fæddi barnið. 

Á leiðinni báðu þau Wilson að stoppa í vegkantinum og „allt í einu var barnið komið út“, sagði Wilson í viðtali við BBC. Lítil stúlka kom í heiminn við þessar óvenjulegu aðstæður. Hún hefur fengið nafnið Camille og heilsast öllum vel að sögn fjölskyldunnar. 

Sjúkraflutningamenn komu síðar og færðu fjölskylduna á sjúkrahúsið. Þegar Wilson var að aka parinu á sjúkrahúsið spurði faðirinn verðandi hversu langan tíma tæki að keyra þangað. Stuttu seinna sagði hann að þau kæmust líklega ekki á leiðarenda fyrr en barnið kæmi út. 

„Ég heyrði mikinn hávaða í mömmunni í aftursætunni og hugsaði bara „Guð minn góður“,“ sagði leigubílstjórinn. Eftir að faðirinn hafði hringt í spítalann og neyðarlínuna lét hann bílstjórann fá símann sem gaf þeim upp nákvæma staðsetningu á meðan barnið kom í heiminn.

„Eftir minna en hálftíma kom pabbinn út úr leigubílnum með barnið og baðst afsökunar á útganginum í bílnum,“ sagði Wilson. Foreldrarnir, sem ekki vildu láta nafns getið, þökkuðu síðar Wilson fyrir aðstoðina og bættu við að þau myndu aldrei gleyma honum eða leigubílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert