Gæti misst forræði yfir ófæddu barni sínu

Bynes og unnusti hennar eiga von á sínu fyrsta barni.
Bynes og unnusti hennar eiga von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Amanda Bynes gæti misst forræðið yfir sínu fyrsta barni um leið og það kemur í heiminn. Ástæðan er sú að móðir Bynes er með forræði yfir henni og tekur allar fjárhagslegar og persónulegar ákvarðanir fyrir hana. 

Bynes og unnusti hennar, Paul Michael, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Bæði settu þau inn sónarmynd en eyddu henni stuttu seinna að beiðni lögfræðings Bynes. Talið er að Bynes sé gengin mjög stutt á leið og segja heimildarmenn að hún sé aðeins gengin 6 vikur.

Í viðtölum við fjölmiðla hefur lögfræðingur hennar, David Esquibias, ekki viljað staðfesta hvort Bynes eigi von á sér á sér eða ekki. Hann segir í viðtali við TMZ að of snemmt sé að velta fyrir sér hver muni hafa forræði yfir ófæddu barni hennar.

Samkvæmt heimildum TMZ mun barnsfaðir Bynes fá forræði yfir barninu og mun hann deila forræði með föður Bynes.  

Bynes hefur glímt við alkóhólisma og geðræna kvilla síðustu ár og hefur farið í fjölda meðferða vegna þess. Foreldrar hennar sóttu um forræði yfir henni árið 2013 og í ágúst sama ár fékk móðir hennar forræðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert