Eignuðust 22. barnið

Fjölskyldan birti mynd af barni númer 22 á Instagram.
Fjölskyldan birti mynd af barni númer 22 á Instagram. skjáskot/Instagram

Fjölmennasta fjölskylda Bretlands varð enn fjölmennari þegar 22. annað barnið kom í heiminn í síðustu viku. Hjónin Sue og Noel Radford eignuðust sitt fyrsta barn fyrir 30 árum en þau eru 44 og 48 ára að því er fram kemur á vef Daily Mail. 

Yngsta barnið er stelpa en fyrir áttu þau tíu stelpur. Hjónin eiga enn eftir að finna nafn. Ljóst er að nafnalistinn er aðeins farinn að styttast enda hjónin búin að þurfa að finna nöfn á ansi mörg börn.

Sue Radford eignaðist fyrsta barnið þegar hún var 14 ára og hefur hún verið ólétt í 800 vikur af lífi sínu eftir 22 meðgöngur. Eftir níunda barnið fór Noel Radford í ófrjósemisaðgerð en stuttu seinna létu þau virkja hann aftur og hafa nú eignast 22 börn. 

View this post on Instagram

A bit of baby spam 💖😍 we feel so blessed to have her here safe and sound 😍

A post shared by Radford Family (@theradfordfamily) on Apr 6, 2020 at 8:19am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert