Konungsbörnin fá takmarkaðan skjátíma

Katrín passar að börnin hangi ekki í spjaldtölvunum allan daginn.
Katrín passar að börnin hangi ekki í spjaldtölvunum allan daginn. Ljósmynd/Twitter

Þó konungsbörnin lifi lífi lystasemda í höllinni sinni þá fá þau ekki að glápa á sjónvarpið eða hanga í spjaldtölvunni allan daginn. Heimildamaður Ok! Magazine segir að Katrín sé alltaf mjög ströng hvað varðar skjátíma barnanna og eiga þau ekki sín eigin tæki. 

„Katrín er vanalega mjög ströng á skjátíma barnanna og heldur honum í lágmarki. Börnin eiga ekki sín eigin tæki,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Heimildarmaðurinn bætir við að Katrín vilji heldur að börnin sín leiki sér úti og kynnist náttúrunni enda hefur Katrín einnig lagt þá áherslu í störfum sínum fyrir konungsfjölskylduna. 

„Þau eru með klifurgrind, rólur og tjörn í garðinum, og hvert barn er með horn í garðinum sem það ber ábyrgð á,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Á þessum fordæmalausu tímum hafa þó börnin fengið skjá tíma ásamt foreldrum sínum til þess að tala við ömmur sínar og afa en fjölskyldan er í einangrun. Þau hafa fengið að senda langömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu, myndbönd og tala reglulega við afa sinn Karl Bretaprins á FaceTime. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert