Sonur Nixon fékk nafnið Samantha við fæðingu

Leikkonan Cynthia Nixon og Samuel, sonur hennar.
Leikkonan Cynthia Nixon og Samuel, sonur hennar. Skjáskot/Instagram

Sex and the City-stjarnan Cynthia Nixon á son sem er trans. Í hlaðvarpsþættinum Homo Sapiens talar Nixon um son sinn við Alan Cumming og Christopher Sweeney. Hún segir að foreldrar verði að taka börnum sínum eins og þau eru. 

Sonur Nixon heitir Samuel en fékk nafnið Samantha við fæðingu. Samuel sagði foreldrum sínum frá því að hann væri trans þegar hann var að byrja í háskóla, Samuel er 23 ára í dag. Mikil vitundarvakning hefur verið um transfólk síðustu ár. Leikkonan segir börn nú vera enn yngri þegar þau ákveða að leiðrétta hvaða persónufornöfn eru notuð um þau.

Nixon las ítarlega grein um transbörn áður en Samuel kom út úr skápnum sem trans. Sú grein hafði mikil áhrif á hana. 

„Á ákveðnum tíma virtist valið standa á milli þess hvort ég vildi látinn son eða lifandi dóttur,“ sagði Nixon einn föður hafa sagt í viðtalinu. Þessi setning sat í leikkonunni og átti eftir að hafa mikil áhrif á hana. 

Cynthia Nixon.
Cynthia Nixon. AFP

„Þú getur reynt að setja fram öll þau rök sem þér dettur í hug... en staðreyndin er sú, sem foreldri, sem manneskja, þá áttu að hlusta á fólk þegar það segir frá sjálfu sér.“

mbl.is