Gagnrýnd fyrir strangt mataræði sonarins

Maci Bookout ver mataræði sonarins.
Maci Bookout ver mataræði sonarins. Skjáskot/Instagram

Í raunveruleikaþáttunum Teen Mom OG er meðal annars fylgst með Maci Bookout og fjölskyldunni hennar. Þar talaði 11 ára sonur hennar Bentley um strangt mataræði sem hann fylgdi þar sem hann miðaði við að borða aðeins þúsund hitaeiningar á dag.

Margir hafa gagnrýnt Bookout eftir þáttinn fyrir að láta son sinn borða svona lítið á hverjum degi. Bookout hefur svarað þessum ásökunum og sagt að sonur hennar hafi sjálfur beðið um að fá að létta sig. Bentley æfir glímu og er nýbyrjaður að keppa í greininni.

Bookout segir að Bentley hafi viljað létta sig um rúmlega hálft til eitt kíló til þess að geta keppt í neðri þyngdarflokki í glímunni. Hann er núna um 33,5 kíló og keppir í 34 kílóa flokki. Þyngarflokkurinn fyrir neðan er fyrir 31 kílós drengi og undir. 

„Eftir þáttinn í kvöld vil ég koma einu á hreint. Ég hef aldrei og mun aldrei reyna að sannfæra Bentley um að létta sig. Eftir að keppa á sínum fyrstu glímumótum í 34 kílóa flokknum kom hann til mín og sagðist vilja keppa í 31 kílós flokknum. Ég sagði honum að það væri í lagi, en hann væri ekki að fara að létta sig mikið,“ skrifaði Bookout á Twitter. Hún sagðist hins vegar hafa hjálpað honum að búa til matseðil og borða hollt í stað þess að nærast á pizzu, snakki og nammi. 

Í þættinum kemur svo í ljós að Bentley var síður en svo glaður á holla mataræðinu og hætti við plön sín um að komast í lægri þyngdarflokk. 

mbl.is