Kjartan Atli og Pálína eiga von á barni

Sjónvarpsstjarnan Kjartan Atli Kjartansson á von á sínu öðru barni með sambýliskonu sinni, körfuboltastjörnunni Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Parið sem á fyrir eitt barn greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum á mánudaginn. 

Frábærar fréttir af okkur fjölskyldunni. Þetta þriggja manna teymi verður vísitölufjölskylda í nóvember. Við erum mjög spennt og glöð, hlökkum til að verða kvartett,“ tísti Kjartan Atli. 

„Eftir stanslausar æfingar í nokkur ár,“ skrifað Pálína á Instagram og deildi sömu myndum og Kjartan Atli. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju. 

View this post on Instagram

Eftir stanslausar æfingar í nokkur ár🤩🤰🏻🥵 #17vikur🧸

A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jun 1, 2020 at 7:21am PDT

mbl.is