Fer í bað með 9 ára syni sínum

Alicia Silverstone ásamt syni sínum Bear.
Alicia Silverstone ásamt syni sínum Bear. Skjáskot/Instagram

Alicia Silverstone segist fara í bað með níu ára syni sínum, Bear, þetta kemur fram í viðtali við New York Times. Silverstone er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í uppeldi barns síns en árið 2012 lýsti hún því hvernig hún tuggði fyrst matinn og gaf honum sem ungbarni. Þá hefur hún einnig talað gegn bólusetningum. 

Silverstone segist vera stolt af því að synda gegn straumnum. „Fólk segir margt um mann og á tímabilið var ég álitin skrítin en ég er að vissu leyti stolt af því, því það er erfitt að vera manneskjan sem tekur afstöðu og talar um hluti sem fólk vill venjulega ekki hlusta á," segir Silverstone.

Silverstone lýsir því hvernig hennar rútína hefur verið í sóttkví. Hún og fyrrverandi maður hennar Christopher Jarecki deila forræði og þegar hún er með barnið hjá sér leggur hún áherslu á að gera það besta úr aðstæðum. Þau eiga saman gæðastundir og leggja áherslu á að borða hollan grænkeramat. Þá stundar hún jóga og skrifar í dagbók reglulega.

Alicia Silverstone er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cher í kvikmyndinni Clueless. Hún hefur á síðustu árum hvatt fólk til þess að sniðganga kjöt og dýraafurðir. 

mbl.is