Hanna Rún hélt skírnarveislu af flottari gerðinni

Hanna Rún og Nikita Bazev létu skíra dóttur sína um …
Hanna Rún og Nikita Bazev létu skíra dóttur sína um helgina. Skjáskot/Instagram

Dóttir dansarahjónanna Hönnu Rúnar Bazev og Nikita Bazev var skírð á sunnudaginn en hún kom í heiminn í janúar. Skírnarveislan var einstaklega flott en litla stúlkan fékk nafnið Kíra Sif Bazev. Fyrir eiga þau hjónin soninn Vladimar Óla. 

Prinsessuþema var í skírninni og bleiki liturinn áberandi í skreytingum, fatnaði og mat. Í boði var meðal annars þriggja hæða skírnarterta og var glitrandi prinsessukóróna til skrauts efst á kökunni. Einnig gátu gestir fengið sér af kleinuhringjaturni og af nammibarnum þar sem bleikt nammi var í aðalhlutverki. 

Samkvæmisdansarinn Hanna Rún er þekkt fyrir að steina föt og hluti. Hún var meðal annars búin að steina tvöfaldan garðbekk sem glitraði. Hanna Rún var svo að sjálfsögðu í glitrandi bleikum síðkjól en margar konur í veislunni voru í síðkjólum. 

Mikið var lagt í skreytingar í skírnarveislunni.
Mikið var lagt í skreytingar í skírnarveislunni. Skjáskot/Instagram
Bleikur nammibar.
Bleikur nammibar. Skjáskot/Instagram
Kóróna á kökunni.
Kóróna á kökunni. Skjáskot/Instagram
Litla daman var í fallegum bleikum og hvítum kjól í …
Litla daman var í fallegum bleikum og hvítum kjól í veislunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is