Staðgöngumóðir fyrir dóttur sína 51 árs gömul

Julie Loving er 51 árs og gengur nú með tilvonandi …
Julie Loving er 51 árs og gengur nú með tilvonandi barnabarn sitt. Skjáskot/Instagram

Hin 51 árs gamla Julie Loving gengur nú með barnabarn sitt fyrir dóttur sína, Breönnu Lockwood. Breanna komst að því eftir fjölda tilrauna til tæknifrjóvgunar að hún getur ekki gengið með börn, svo móðir hennar bauðst til að ganga með barnið fyrir hana. 

Breanna giftist eiginmanni sínum, Aaron Lockwood, árið 2016 og í kjölfarið fóru þau að reyna að eignast börn. Það gekk þó brösuglega en Breanna fór í nokkrar tæknifrjóvganir og í aðgerðir til að reyna að auka frjósemina. Eftir nokkur fósturlát sögðu læknar henni að hún gæti ekki eignast börn. 

„Að kljást við ófrjósemi er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni tekist á við. Þegar þú ert með plan fyrir lífið og eitthvað eins og ófrjósemi kemur í veg fyrir að það gangi upp líður þér eins og þú sjáir ekki heildarmyndina,“ sagði Breanna í viðtali við Good Morning Amercia.

View this post on Instagram

you ladies heard it first! but announced today on our personal page. This was a big step for me. Thinking and praying for each and every one of you! They say, “It takes a village to raise a child”, but for some it can take a village to HAVE a child... ⠀ ⠀ We are happy to announce, finally, ...⠀ BABY LOCKWOOD IS ON THE WAY! ⠀ ⠀ Made with a lot of love, and a little bit of science...⠀ Baby Lockwood will be brought into this world via GESTATIONAL CARRIER, and this little miracle’s carrier is quite a special one. ⠀ ⠀ MY MOM.⠀ My mom will be carrying and delivering our baby!⠀ ⠀ The biggest supporter in my life is giving us our biggest blessing. My beautiful mama is carrying her first grandchild, Aaron and my biological child, as a gestational carrier!⠀ ⠀ Aaron and I had our reproductive DNA taken, fertilized, tested, and frozen via IVF, as my mom breezed through every preliminary test she took, to be able to give us this gift. Defying the odds at 51 years old, she’s pushing reproductive science out of the box, as ONE of only a handful of surrogates NATIONWIDE to deliver their grandchild via gestational surrogacy!⠀ ⠀ The trials and tribulations of infertility was undoubtedly the hardest venture we have had to face in our lives. ⠀ ⠀ In short that included...⠀ ⠀ 1311 days⠀ 476 injections⠀ 64 blood draws⠀ 7 surgical procedures ⠀ 3 rounds of harvesting eggs⠀ 19 frozen embryos ⠀ 8 IVF frozen embryo transfers total⠀ 4 failed embryo transfers⠀ 1 singleton miscarriage⠀ 1 twin miscarriage ⠀ 1 ectopic pregnancy ⠀ Countless tears⠀ ⠀ Sharing this adventure with my mom has been the most unique and amazing experience. Surrogacy is truly the most selfless gift. She is the pure example of “you would do anything for your kids”, and if i can even be half of the mother she is, I know i’m doing something right...⠀ ⠀ I want to give a special thanks to Dr. Kaplan with @fertilitycentersofillinois for his compassion and care in this field.⠀ ⠀ Baby Lockwood we can’t wait to meet you...⠀ See you in November! This content is exclusively managed by Caters News. To license or use in a commercial player please contact licensing@catersnews.com or +44 121 616 1100 / +1 646 380 1615

A post shared by Breanna Lockwood (@ivf.surrogacy.diary) on Jun 5, 2020 at 5:34pm PDT


 

Læknirinn hennar lagði til að Breanna og Aaron leituðu sér að staðgöngumóður sem gæti gengið með barnið fyrir þau. Hann lagði til að þau fyndu fjölskyldumeðlim eða einhvern nákominn til að ganga með barnið til að spara. 

Hann var þó ekki fyrstur með hugmyndina, en mamma Breönnu, Julie stakk einnig upp á staðgöngumæðrum. 

„Ég byrjaði að tala við hana um það. Hún var ekki í til í það og fannst ég klikkuð. En ég hélt áfram að stinga upp á því. Ég hef hlaupið 19 maraþon og oft keppt í þríþraut. Mér leið eins og heilsulega séð gæti ég gert það, og mínar tvær meðgöngur gengu mjög vel,“ sagði Julie. 

Eftir heimsóknir til fjölda sérfræðinga kom í ljós að Julie var besti valmöguleiki hjónanna svo þau ákváðu að láta slag standa. 

mbl.is