Krónprinsessa kennir mannasiði

Marie-Chantal krónprinsessa Grikklands.
Marie-Chantal krónprinsessa Grikklands. Skjáskot/Instagram

Marie-Chantal krónprinsessa Grikklands er fimm barna móðir og athafnakona sem hefur lært ýmislegt í gegnum tíðina. Hún gefur nú út bók um mannasiði sem ber titilinn Manners Begin at Breakfast en hún segist hafa upphaflega lært mannasiði við morgunverðarborðið með foreldrum sínum þegar hún var yngri.

„Foreldrar mínir trúðu því að það að byrja daginn saman væri gott fyrir fjölskylduna og ég hef haldið þeirri reglu í heiðri alla tíð síðan,“ segir Marie-Chantal í viðtali við heilsuvefritið Goop. 

Lærum hvert af öðru

„Ég hef alltaf haft áhuga á mannasiðum, venjum, hefðum og fjölskyldugildum. Ég var því sannfærð um að það væri pláss fyrir rödd sem legði áherslu á slík gildi og gæti hjálpað foreldrum við að ráða fram úr hvað sé rétt og rangt í félagslegum aðstæðum hverju sinni. Það á ekki síst við í dag í hinum stafræna heimi. það sem er töfrandi við uppeldi er að maður þarf stöðugt að vera að aðlaga reglurnar eftir því sem börnin eldast og þroskast. Þannig þroskast foreldrarnir líka. Við lærum öll hvert af öðru.“

Verkfærakista fyrir tilfinningar

Marie-Chantal leggur áherslu á að kenna börnum að koma fram við aðra eins og þau vilji að komið sé fram við þau. „Ég segi börnum mínum sögu af mér þegar ég var átján ára. Þá var ég góð við yngri manneskju sem ég hitti og henni leið vel. Þessi manneskja óx síðan úr grasi og varð mjög mikilvæg. Þegar ég hitti hana svo mörgum árum síðar, þá leitaði ég til hennar eftir ráðgjöf og vegna þess hversu vel ég hafði komið fram við hana þá vildi þessi aðili ólm hjálpa mér.“

Spurð um hvernig börn læri að stjórna tilfinningum sínum segir Marie-Chantal að hún að gott sé að líkja þessu við að eiga góða verkfærakistu. „Ég kalla þetta hamingjuverkfærakistu. Í kistunni eru tól sem hjálpa okkur við að kljást við dagleg verkefni. Þessi tól geta verið huglæg tól á borð við samkennd og þakklæti - allt sem hjálpar til við að byggja upp tilfinningalegt heilbrigði.

Engin afsökun fyrir lélega mannasiði

Þá segir hún að börnin séu stöðugt að halda sér við efnið þegar kemur að mannasiðum. „Þau minna mig á að vera bein í baki og minna í símanum. Þetta er það sem gerist þegar maður skrifar bók um mannasiði og á stóra fjölskyldu,“ segir hún og hlær.

„Ég trúi því að það sé engin afsökun fyrir lélega mannasiði. Mannasiðir kosta ekkert og það að ala upp börn í dag er allt öðruvísi en hér áður fyrr. Börn virðast ráða meiru á heimilinu sem er ekki endilega slæmt en þau verða að vera kurteis. Það skiptir mjög miklu máli að við leyfum ekki mannasiðum að fara lönd og leið. Eitt mikilvægasta hlutverk okkar er að kenna börnum að vera vingjarnleg og haga sér vel gagnvart öðru fólki. Þá þurfum við líka að setja gott fordæmi. Þá er hálf baráttan unnin.“

View this post on Instagram

Thankful 💕 Happy thanksgiving 🦃🍁🦃💕 from my family to yours 🦃💕🍁

A post shared by Marie-Chantal of Greece (@mariechantal22) on Nov 28, 2019 at 10:29am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert