Usain Bolt frumsýnir dótturina

Kasi Bennett ásamt dóttur sinni, Olympiu Lightning Bolt.
Kasi Bennett ásamt dóttur sinni, Olympiu Lightning Bolt.

Spretthlauparinn Usain Bolt birti í fyrsta skipti myndir af dóttur sinni í gær. Eiginkona Bolt, Kasi Bennett átti afmæli í gær og nýttu þau daginn í að kynna heiminn fyrir dóttur sinni sem kom í heiminn í byrjun sumars. 

Stúlkan litla hefur fengið myndarlegt nafn en hún heitir Olympia Lightning Bolt og vísar nafnið án efa til afreka föðurs hennar á Ólympíuleikunum. 

View this post on Instagram

My gift... Olympia Lightning Bolt

A post shared by Kasi J. Bennett (@kasi.b) on Jul 7, 2020 at 9:10am PDT

mbl.is