Á von á sínu fjórða barni

Josh Brolin
Josh Brolin AFP

Bandaríski leikarinn Josh Brolin á von á sínu fjórða barni. Hann og eiginkona hans tilkynntu um komu barnsins á Instagram en fyrir eiga þau saman 20 mánaða dóttur sem heitir Westlyn Reign.

Faðir leikarans, James Brolin, sagði í viðtali í vor að sonur sinn væri mjög duglegur faðir Westlyn. „Hann setti vinnuna til hliðar og sinnti aðeins bleyjuskiptum í þrjá mánuði,“ sagði Brolin eldri. Þá segir hann Barböru Streisand, stjúpmóðir Brolins, vera mjög ánægð með barnabörnin. „Um leið og það kemur í herbergið þá breytist hún í aðra manneskju. Hún sem er svo smámunasöm. Það fer allt út um gluggann og það er frábært að vera vitni að því.“ 

Barbara Streisand og James Brolin eru ánægð með barnabörnin.
Barbara Streisand og James Brolin eru ánægð með barnabörnin. FRED PROUSER
mbl.is