Modern Family stjarna verður pabbi

Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita.
Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita. AFP

Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Drengurinn fékk nafnið Beckett Mercer Ferguson-Mikita. 

„Hinir nýju foreldrar eru í skýjunum og spenntir fyrir þessari nýju vegferð sem bíður þeirra sem þriggja manna fjölskylda.“

Ferguson og Mikita giftu sig árið 2013. Ferguson er þekktastur fyrir að leika í gamanþáttunum Modern Family en Mikita hefur framleitt heimildamyndir á borð við Island Queen og Welcome to Chechnya.

View this post on Instagram

Happy pride from us. Today we are taking a walk around our gayboyhood 🌈

A post shared by Justin Mikita (@justinmikita) on Jun 28, 2020 at 8:58am PDT

mbl.is