Náðu góðri ljósmynd af barninu

Það er ómetanlegt að eiga fallegar myndir af barninu.
Það er ómetanlegt að eiga fallegar myndir af barninu. Skjáskot/Instagram

Öll viljum við eiga fallegar myndir af börnunum okkar sem fanga dýrmæt augnablik í lífi þeirra. Hér eru nokkur góð ráð og nokkrar hugmyndir sem gera góðar myndir betri og henta öllum aldri og tímamótum.

  • Hugaðu að lýsingunni. Ef þú ert innandyra þá viltu hafa gluggann beint á móti viðfangsefninu, slík náttúrleg lýsing getur verið mjög falleg.
  • Náðu fram besta brosinu. Ef myndin er tekin utandyra er mikilvægt að ljósið skíni ekki beint framan í andlitið svo að augun séu ekki pírð. Þá skal einnig passa það að hálft andlitið falli ekki í skugga. Til að ná fram brosi getur reynst happadrjúgt að fá barn til þess að segja eitthvað kjánalegt.
  • Notaðu umhverfið. Ekki gleyma að skoða vandlega umhverfið. Náttúran er fallegasti bakgrunnurinn. Tré, runnar eða jafnvel girðing getur verið góður bakgrunnur. Þá er mikilvægt að gæta þess að ekkert laumist óvart inn á myndina eins og til dæmis bíll eða ruslafata. 
  • Að fá þau til að vera kyrr. Ef barnið á erfitt með að vera kyrrt þá eru til einföld ráð. Íhugaðu að láta þau sitja í tröppum eða halla sér upp að vegg. Það getur virkað róandi fyrir þau. 

Hugmyndir til að fanga mikilvæg tímamót

Hægt er að nota litla krítartöflu eða tússtöflu sem barnið heldur á og á stendur viðburðurinn sem verið að fagna. Ef til vill er verið að tilkynna um nýjan fjölskyldumeðlim, afmæli, jól eða fyrsta skóladaginn.

Þá er til dæmis sniðugt að hugsa fram í tímann og taka tvær eins myndir sem hægt er svo að stilla upp saman t.d. fyrsti skóladagur annarinnar og síðasti skóladagur annarinnar. Oft má sjá skemmtilegar breytingar á barninu á milli mynda, til dæmis hefur hárið síkkað og barnið misst nokkrar tennur í millitíðinni.

Þá er önnur skemmtileg útfærsla að láta barnið halda á mynd frá árinu áður og svo aftur á næsta ári. Þannig að úr verður skemmtileg myndasyrpa í einni og sömu myndinni sem sýnir breytingar ár frá ári. Hægt er að gera slíka myndaseríu við tímamót eins og afmæli, jól eða fyrsta skóladaginn.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert