Aniston guðmóðir ófæddrar dóttur Perry

Jennifer Aniston verður góðmóðir ófæddrar dóttur Katy Perry og Orlando …
Jennifer Aniston verður góðmóðir ófæddrar dóttur Katy Perry og Orlando Bloom. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry er sögð vera búin að velja guðmóður fyrir ófædda dóttur sína og leikarans Orlando Bloom. Guðmóðirin er engin önnur en leikkonan Jennifer Aniston en þær Perry hafa verið góðar vinkonur um árabil. 

Samkvæmt heimildum Page Six var það Aniston mikill heiður að verða guðmóðir og fór að gráta þegar Perry bað hana um það. 

Perry og Aniston hafa verið góðar vinkonur síðastliðinn áratug og orðið mun nánari í heimsfaraldrinum. 

„Katy og Jen eru mjög nánar. Á meðan það var útgöngubann fóru þær í göngutúra saman og héldu 2 metra reglunni,“ sagði heimildarmaður. 

Aniston hefur góða reynslu af því að vera guðmóðir en hún er guðmóðir hinnar 16 ára gömlu Coco, dóttur leikkonunnar Courteney Cox. 

mbl.is